Í útrás með aflátsbréfin

Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur hafið sölu á aflátsbréfum á alþjóðamarkaði. Snorri staðfestir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrsta sending, 100 aflátsbréf, hafi farið frá honum nú í vikunni. Bréfin, sem eru undirrituð af honum sjálfum, verða seld í þremur flokkum. C-flokkur er fyrir algengustu syndir, eins og hvítar lygar og óhreinar hugsanir, B-flokkur er fyrir alvarlegri afbrot, eins og þjófnað, framhjáhald, og óspektir á almannafæri, og A-flokkur er síðan fyrir alvarlegustu brotin, eins og morð og aðrar syndir sem eigandi bréfsins kann að drýgja í framtíðinni.

„Ég er mjög bjartsýnn á þessa útrás mína,“ segir Snorri.

Hann segir að það hafi verið athafnamaðurinn Heath Hauksson sem hafi séð viðskiptatækifæri í að bjóða bréfin til sölu sem gjafavöru á alþjóðamarkaði í gegnum heimasíðuna direct-land.com. Bréfin verða einnig til sölu á Groupon, Ebay og Amazon og kosta 29,9 sterlingspund.

Byrjaði í Kringlunni

Aflátsbréfasala Snorra hófst upphaflega árið 2003 í Kringlunni. „Ég fékk að vera þar með sölubás, en daginn eftir fékk ég skilaboð um að vöruflokkurinn væri ekki æskilegur. Það rigndi inn kvörtunum. Fólk áttaði sig ekki á því að ég var þarna í fullum rétti með leyfi frá sjálfu almættinu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK