Snjallfarangur á undanhaldi

Snjallferðataska frá Raden.
Snjallferðataska frá Raden. Raden

Tvö fyrirtæki sem framleiddu snjallfarangur hafa lagt upp laupana maí vegna breytinga á reglum hjá nokkrum af stærstu flugfélögum heims er varða litíum-rafhlöður um borð í flugvélum.  

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá. Fyrirtækin Raden og Bluesmart segja að breytingar sem nokkur flugfélög réðust í síðastliðinn desember hafi gert reksturinn ómögulegan en þær kveða á um að rafhlöður þurfi að vera þannig gerðar að hægt sé að fjarlægja þær. 

Snjallfarangurinn gekk fyrir rafhlöðum og innihélt meðal annars þyngdarnema, staðsetningarnema og innbyggt hleðslutæki fyrir snjallsíma. 

„Samþætting litíum-rafhlaðna, útvarpstækni á borð við bluetooth, og farsímabylgja, gerðu snjallfarangur að algjöru jarðsprengjusvæði“ segir greinandinn Ben Wood við fréttastofu BBC. „Miðað við hversu flóknar reglurnar eru um hvað megi og hvað megi ekki taka með um borð þá kemur þetta ekki á óvart.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK