Þrjár nýjar kosnar í stjórn FKA

Ný stjórn FKA.
Ný stjórn FKA. Ljósmynd/FKA

Kosin var ný stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á aðalfundi félagsins 16. maí. Fundurinn fór fram í húsakynnum Íslandsbanka en bankinn hefur verið aðalbakhjarl félagsins frá árinu 2010. Frambjóðendur í stjórn voru fjórar konur í þrjú sæti.

Kosningu í stjórn hlutu Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands, Lilja Bjarnadóttir, lögfræðingur, sáttamiðlari og eigandi Sáttaleiðin ehf. og Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi og eigandi Isfold markaðsráðgjöf sem hlaut endurkjör.

Þess utan sitja í stjórninni frá fyrra ári Áslaug Gunnlaugsdóttir, lögmaður og einn eiganda LOCAL lögmanna, Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu ehf., Ragnheiður Aradóttir, stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching, og formaður FKA, Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Spyr.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK