Bakslag í samkeppnishæfni Íslands

Ísland fellur um fjögur sæti á lista í úttekt IMD-viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni ríkja sem liggur nú fyrir. Eftir skrið upp listann síðustu fjögur ár er Ísland komið aftur 24. sæti, eða á sama stað og árið 2015. 

Í fréttatilkynningu um úttektina segir að Ísland falli um átján sæti í efnahagslegri frammistöðu og sitji nú í 57. sæti. Minni hagvöxtur á árið 2017 en árið 2016 ásamt sterku gengi krónunnar skýri þá þróun að miklu leyti.

Samkvæmt úttektinni hefur skilvirkni hins opinbera minnkað á milli ára og fellur Ísland þar úr 8. sæti niður í 16. sæti. Er gengi gjaldmiðilsins sagt hafa áhrif og auk þess hætta á pólitískum óstöðugleika. Þá hefur dregið úr áhrifum stöðugleikaframlaga á opinber fjármál. 

Skilvirkni atvinnulífsins batnar hins vegar lítillega á milli ára og situr Ísland nú í 22. sæti en hvað innviði varðar stendur í Ísland í stað í 17. sæti. 

Í fréttatilkynningunni segir að Ísland standi enn Norðurlöndunum nokkuð að baki og að bilið hafi aukist á milli ára. Danmörk er efst af Norðurlöndunum og hækkar um eitt sæti (6. sæti), Noregur er næst og hækkar um þrjú sæti (8. sæti) en Svíþjóð stendur í stað (9. sæti). Finnland fellur um eitt sæti niður í 16. Sæti og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 24. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK