FS13 tekið til gjaldþrotaskipta

Skrifstofa KPMG.
Skrifstofa KPMG. mbl.is/Ófeigur

Einkahlutafélagið FS13 hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Saga félagsins byrjar snemma árs 2007 þegar Árni B. Sig­urðsson fjár­fest­ir leitaði til fyr­ir­tækja­sviðs KPMG í því skyni að stofna einka­hluta­fé­lag og finna fjár­festa til sam­starfs um rekst­ur viðark­urls­verk­smiðju í Króa­tíu. Úr varð að hann keypti fé­lag sem hét FS13 af lag­er hjá fyr­ir­tæk­inu CF fyr­ir­tækja­sölu, sem var í eigu KPMG.

Sam­kvæmt ákæru á hend­ur tveim­ur fyrr­ver­andi starfs­mönn­um KPMG; lög­fræðing­i fyr­ir­tækja­sviðs KPMG og ráðgjafa, voru þeir sakaðir um að hafa gert til­raun til að hafa FS13 af Árna með ólög­mæt­um hætti.

Þeir voru sak­felld­ir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyr­ir að hafa brotið gegn lög­um um einka­hluta­fé­lög með því að senda ranga til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skrár Rík­is­skatt­stjóra, vegna FS13. Til­kynn­ing­in var um breyt­ingu á prókúru, stjórn og fir­ma­rit­un og um nýj­ar samþykkt­ir.

Í til­kynn­ing­unni kom fram að breyt­ing­arn­ar á fé­lag­inu hafi verið ákveðnar á lög­leg­um hlut­hafa­fundi, en starfsmönnunum átti alltaf að vera ljóst að hann var ólög­leg­ur. Héraðsdómur taldi brotavilja ákærðu einbeittan.

Bóta­kröfu Árna og félagsins á hendur fyrrverandi starfsmönnunum tveimur og kaupsýslumanni sem átti aðkomu að málinu var hins vegar vísað frá í héraðsdómi og síðan í Hæstarétti. Krafðist Árni sam­tals rúm­lega millj­arðs króna í bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK