Hafði betur gegn bandarísku stórfyrirtæki

Pétur Már Halldórsson.
Pétur Már Halldórsson. Ljósmynd/Nox Medical

Íslenska svefnrannsóknarfyrirtækið Nox Medical hafði betur í dómsmáli gegn bandaríska stórfyrirtækinu Natus Inc á dögunum. Kviðdómur í Delaware-fylki í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Natus Inc. hefði brotið viljandi gegn skráðu einkaleyfi Nox Medical í Bandaríkjunum á hönnun lífmerkjanema sem notaður er við svefnrannsóknir.

Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í þriðja sinn sem Nox Medical hafi betur gegn Natus Inc. en áður hafi bæði Einkaleyfastofa Evrópu og Einkaleyfastofa Bandaríkjanna staðfest einkaleyfi Nox Medical á lífmerkjanemanum. Ennfremur segir að Nox Medical hafi nú í hyggju að höfða mál gegn Natus Inc. í þeim tilgangi að fá lögfræðikostnað vegna málsins greiddan en hann hlaypi á hundruðum milljóna króna.

„Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Við vorum tilneydd til að berjast fyrir hugverki okkar gegn mun stærra fyrirtæki og höfðum betur,“ er haft eftir Pétri Má Halldórssyni, framkvæmdastjóra Nox Medical. „Þegar fyrirtæki á borð við Natus, stela viljandi, hugverki lítilla fyrirtækja þá búast þau ekki við að litlu fyrirtækin hafi bolmagn til að verja sig. Nox Medical hefur notið góðs af íslensku stuðningsumhverfi fyrir hugverkafyrirtæki og þetta er sannarlega okkar hugverk sem þeir reyndu að stela.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK