Atvinnulausum fjölgaði um 3.300

mbl.is/Helgi Bjarnason

Alls voru 3.300 fleiri atvinnulausir í apríl en á sama tíma árið 2017 og hlutfall þeirra hækkaði um 1,5 prósentustig. Jaframt dróst atvinnuþátttaka saman úr 83% í 81,9%. 

Þetta eru niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Hagstofan segir að mælingin í apríl 2017 hafi verið óvenjuleg að því leyti að atvinnuleysi mældist þá mjög lágt og hlutfall starfandi hafi verið hátt miðað við aðra mánuði á fyrri helmingi ársins. Þetta þurfi að hafa í huga við samanburð á milli ára. 

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni er áætlað að 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í apríl 2018, sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 196.000 starfandi og 9.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,3% en hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,5%.

Alls voru 45.300 utan vinnumarkaðar í apríl 2018 og hafði þeim fjölgað um 4.800 manns frá því í apríl 2017 þegar þeir voru 40.500.

Í frétt Hagstofunnar er íslenskur vinnumarkaður sagður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var tvinnuþáttaka 82,3% í apríl, og jókst um 0,3% frá því í mars. Hlutfall atvinnulausra hækkaði úr 2,6% í mars 2018 í 3,5% í apríl 2018, eða um 0,9 prósentustig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK