Fjöldauppsagnir hjá Deutsche

Christian Sewing, forstjóri Deutsche Bank.
Christian Sewing, forstjóri Deutsche Bank. AFP

Þýski fjárfestingabankinn Deutsche Bank ætlar að segja upp yfir sjö þúsund manns í því skyni að koma rekstrinum á réttan kjöl. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá fjöldauppsögnum Deutsche. Starfsmenn bankans eru nú 97 þúsund talsins en verða vel undir 90 þúsund eftir uppsagnirnar. 

Bankinn varaði í apríl við því að uppsagnir væru í kortunum. Þetta er fyrsta stóra ákvörðun forstjórans Christian Sewing sem settist í forstjórastólinn í síðasta mánuði. 

Verð hlutabréfa í bankanum nemur 11 evrum á hlut sem er um þriðungi lægra en þegar það náði hámarki síðasta árs í 17,57 evrum. Hæst var það fyrir fjármálahrunið 2008 þegar það skagaði upp í 91 evru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK