OPEC bregst við háu olíuverði

Olíuverð hefur hækkað mikið síðustu mánuði.
Olíuverð hefur hækkað mikið síðustu mánuði. AFP

OPEC-ríkin ásamt Rússlandi hafa ákveðið að auka framboð á olíu um eina milljón tunna á dag til þess að bregðast við mikilli hækkun olíuverðs undanfarin misseri. 

Aukin olíuframleiðsla mun einnig fylla í skarðið sem Venesúela og Íran skilja eftir sig þegar viðskiptaþvinganir á löndin taka gildi. 

Financial Times greinir frá málinu og segir að ákvörðunin marki viðsnúning á stefnu OPEC-samtakanna sem hefur dregið úr framboði á olíu frá byrjun síðasta árs.

Ákvörðunin er sögð sigur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fór hörðum orðum um OPEC í apríl fyrir að keyra upp olíuverð. Hann þrýsti á vinaþjóðir sínar í samtökunum, þar á meðal Sádi-Arabíu til að sjá til þess að nægt framboð væri af olíu. 

Olíuverð lækkaði um 2% í dag eftir að fréttir bárust af ákvörðun OPEC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK