Özur hættir sem framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins

Özur Lárusson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Özur Lárusson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá sambandinu eftir tólf ára starf og hefur stjórn sambandsins orðið við þeirri ósk.

Özur mun sinna áfram daglegum störfum uns gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra, að því er kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. 

Stjórn Bílgreinasambandsins hefur hafið leit og undirbúning að ráðningu nýs framkvæmdastjóra fyrir sambandið.

Í tilkynningunni er haft eftir Özuri að eftir tólf ára uppbyggingu og vaxandi starfsemi Bílgreinasambandsins sé kominn tími til að nýr einstaklingur taki við keflinu. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir