Skoða uppbyggingu heilsulindar í Eyjum

Ljósmynd/Aðsend

Vestmannaeyjabær og Íslenskar heilsulindir ehf (ÍH), dótturfyrirtæki Blá lónsins, hafa gert með sér samkomulag um samstarf er lítur að fýsileikakönnun er varðar gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum.

Í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir að sveitarfélagið hafi um nokkurt skeið unnið að frumkönnun á því hvort nýta megi þá miklu orku sem verður til við byggingu nýrrar sorpbrennslu í bænum, auk varma úr hrauninu, til að styrkja afþreyingu og ferðaþjónustu. 

Skoðaðir hafa verið möguleikar á manngerðu lóni og heilsulind við Skansinn sem tengd yrðu við hraunið úr Heimaeyjargosinu 1973, auk þess sem þessu samofnar hafa verið reifaðar hugmyndir um gerð sjósundsaðstöðu á Skansinum. Enskt vinnuheiti á þessum hugmyndum er „LAVASPRING VESTMANNAEYJAR“, sbr. lýsingu sem Vestmannaeyjabær hefur útbúið.

Samstarfs Vestmannaeyjabæjar og ÍH felur í sér könnun á fýsileika verkefnisins og að skoðað verði með jákvæðum hætti hugsanleg fjárfesting í verkefninu ef niðurstöður fýsileikakönnunar benda til að fjárfesting í því geti orðið hagkvæm.

Mynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK