Íslenskt skyr í útrás til Japan

Umfjöllun um Ísey-skyr í tímariti verslunarkeðjunnar 7-11 en í Japan …
Umfjöllun um Ísey-skyr í tímariti verslunarkeðjunnar 7-11 en í Japan eru 20.000 7-11 verslanir. Ljósmynd/Aðsend

MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey-skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. 

Í fréttatilkynningu frá MS segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næststærsti í heiminum á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey-skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019.

Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri,“ segir í tilkynningunni. 

Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna og MS. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, og Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa, sem kom að gerð samningsins með MS, voru viðstödd undirritunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK