Ordabok.is gjaldþrota

Skjáskot

Samlagsfélagið Ordabok.is var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan maí, að því er kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu. Eins og nafnið gefur til kynna heldur félagið utan um vefsíðuna Ordabok.is sem hefur að geyma rafrænar orðabækur. 

Vefurinn var gangsettur í október 2001 og hafði þá að geyma ensk-íslenska og íslensk-enska orðabók. Á síðustu árum hafa bæst við dönsk-íslensk og íslensk-dönsk orðabók, ásamt stafsetningarorðabók. 

Vefsíðan er enn opin en ekki náðist í umsjónarmann hennar við gerð fréttarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK