Gert að greiða 426 milljónir í skatt

Fólk tengt útgerð er ofarlega á lista ríkisskattstjóra yfir þá …
Fólk tengt útgerð er ofarlega á lista ríkisskattstjóra yfir þá sem greiða hæstu skattana í ár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sigríður Vilhjálmsdóttir þarf að greiða 425.502.876 krónur í skatta í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisskattstjóra sem hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2018. Hún, ásamt systkinunum Kristjáni Loftssyni og Birnu Loftsdóttur, er stærsti hluthafinn í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi hf. sem er stærsti hluthafi Hvals hf. (um 40% eignarhlutur).

Sigurður Sigurbergsson í Grundarfirði þarf að greiða 388.245.493 krónur en fast á hæla hans fylgja fleiri úr bæjarfélaginu. Magnús Soffaníasson 387.180.911 krónur og Rúnar Sigtryggur Magnússon 382.526.842 krónur.

Þau sem þurfa að greiða yfir 200 milljónir króna í skatta:

Sigríður Vilhjálmsdóttir Reykjavík 425.502.876
Sigurður Sigurbergsson Grundarfjarðarbær 388.245.493
Magnús Soffaníasson Grundarfjarðarbær 387.180.911
Rúnar Sigtryggur Magnússon Grundarfjarðarbær 382.526.842
Hulda Guðborg Þórisdóttir Garðabær 328.980.716
Kristján Loftsson Reykjavík 295.664.911
Birna Loftsdóttir Hafnarfjörður 284.546.209
Michael Wheeler Reykjavík 259.133.879
Benoný Ólafsson Reykjavík 253.659.186
Tom Gröndahl Reykjavík 231.883.635
Steen Parsholt Reykjavík 231.883.635
Benedikt Rúnar Steingrímsson Dalabyggð 231.816.547
Magnús Jóhannsson Hafnarfjörður 228.677.671

Á morgun verða inneignir lagðar inn á bankareikninga þeirra framteljenda sem eiga inni hjá ríkissjóði eftir álagningu. Þeir framteljendur sem ekki hafa bankareikning geta vitjað inneigna hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra.

Framteljendur á skattgrunnskrá hafa aldrei verið fleiri en á grunnskrá voru nú voru 297.674 framteljendur, 10.946 fleiri en fyrir ári sem er fjölgun um 3,8%. Framteljendum á grunnskrá hefur ekki fjölgað jafnmikið síðan árið 2007 en þá fjölgaði um 10.855.

Skattar 17.973 einstaklinga voru áætlaðir en það er um 6,04% af heildarfjölda. Nokkur hluti áætlana skýrist af framtölum sem ríkisskattstjóri vinnur fyrir framteljendur en slík framtöl hafa sömu réttaráhrif og þegar skattstofnar eru áætlaðir.

Hefðbundin pappírsframtöl heyra brátt sögunni til en nú skiluðu 99,5% framteljenda rafrænu skattframtali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK