Þau greiddu hæstu skattana

Ríkisskattstjóri birti í dag lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur. Efst á lista er Sig­ríður Vil­hjálms­dótt­ir sem þarf að greiða tæpar 426 milljónir krón­a í skatta í ár. Hún ásamt systkin­un­um Kristjáni Lofts­syni og Birnu Lofts­dótt­ur sem skipa 6. og 7. sæti eru stærstu hlut­haf­arn­ir í Fisk­veiðihluta­fé­laginu Ven­usi hf. sem er stærsti hlut­hafi Hvals hf. (um 40% eign­ar­hlut­ur).

Í 2. til 4. sæti eru þeir Sigurður Sigurbergsson, Magnús Soffaníasson og Rúnar Sigtryggur Magnússon. Þeir tengjast útgerðinni Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfjarðarbæ sem var nýlega seld til FISK Seafood.

Mike Wheeler, Tom Grøndahl og Steen Pars­holt eru í 8., 10. og 11. sæti listans. Þeir mynda stjórn Glitnis HoldCo, fé­lags­ins sem held­ur utan um eign­ir Glitn­is. Mike Wheeler er bresk­ur end­ur­skoðandi sem sit­ur í stjórn nokk­urra fyr­ir­tækja. Steen Pars­holt er dansk­ur og sit­ur einnig í stjórn nokkk­urra fyr­ir­tækja auk þess að eiga lang­an fer­il að baki í banka­geir­an­um. Tom Grøndahl er norsk­ur og hef­ur einnig langa reynslu úr fjár­mála­geir­an­um. Hann var m.a. aðstjoðarfor­stjóri Ber­gen-bank­ans og Citi­bank. Þá er Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur Glitnis, í 36. sæti listans.

Í 9. sæti er Benóný Ólafsson, stofn­andi Gámaþjónustunnar, sem var seld til GÞ Hold­ing síðasta sumar. Bene­dikt Rún­ar Stein­gríms­son er einn af 20 stærstu hluthöfunum í fasteignafélaginu Regin og er í 12. sæti listans. Útgerðarmennirnir Jens Valgeir Óskarsson í Grindavík og Friðþór Harðarson í sveitarfélaginu Hornafirði eru í 14. og 15. sæti. 

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, er í 18. sæti, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í 28. sæti og þeir Samherjafrændur Kristján V. Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson í 19. og 25. sæti. Grímur Sæmundsen, stjórnandi Bláa lónsins, er svo í 24. sæti og lögfræðingurinn og fyrrverandi alþingismaðurinn Lúðvík Bergvinsson í sæti 33.

Hér má sjá listann í heild sinni: 

  1. Sigríður Vilhjálmsdóttir - 425.502.876
  2. Sigurður Sigurbergsson - 388.245.493 
  3. Magnús Soffaníasson - 387.180.911 
  4. Rúnar Sigtryggur Magnússon - 382.526.842 
  5. Hulda Guðborg Þórisdóttir - 328.980.716 
  6. Kristján Loftsson - 295.664.911 
  7. Birna Loftsdóttir - 284.546.209 
  8. Michael Wheeler - 259.133.879 
  9. Benoný Ólafsson - 253.659.186 
  10. Tom Gröndahl - 231.883.635 
  11. Steen Parsholt - 231.883.635 
  12. Benedikt Rúnar Steingrímsson - 231.816.547 
  13. Magnús Jóhannsson - 228.677.671 
  14. Jens Valgeir Óskarsson - 194.971.414 
  15. Friðþór Harðarson - 162.970.623 
  16. Rögnvaldur Guðmundsson - 161.817.074 
  17. Einar Benediktsson - 151.094.812 
  18. Vilhelm Róbert Wessman - 142.455.851 
  19. Kristján V Vilhelmsson - 140.664.593 
  20. Sólveig Guðrún Pétursdóttir - 137.225.344 
  21. Richard Katz - 135.582.626 
  22. Kristján Már Gunnarsson - 121.198.738 
  23. Ingólfur Hauksson - 105.228.949 
  24. Grímur Karl Sæmundsen - 104.972.342 
  25. Þorsteinn Már Baldvinsson - 104.808.583 
  26. Birgir Örn Guðmundsson - 103.910.717 
  27. Guðmundur Gylfi Guðmundsson - 103.655.375 
  28. Liv Bergþórsdóttir - 100.412.969 
  29. Ársæll Hafsteinsson -  97.964.051 
  30. Snorri Arnar Viðarsson -  91.550.136 
  31. Magnea Bergvinsdóttir -  90.865.588 
  32. Haraldur Bergvinsson -  90.394.191 
  33. Lúðvík Bergvinsson - 90.329.578 
  34. Lárus Kristinn Jónsson - 89.808.909 
  35. Bergvin Oddsson - 89.592.489 
  36. Ragnar Björgvinsson - 87.687.820 
  37. Örn Gunnlaugsson - 85.214.906 
  38. Hulda Vilmundardóttir - 84.767.981 
  39. Tómas Már Sigurðsson - 82.325.537 
  40. Valur Ragnarsson - 81.305.689
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK