Misskipting tekna rithöfunda

Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, er með 2,1 milljón króna á mánuði í tekjur samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar á meðan Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, er með 161 þúsund í tekjur á mánuði.

Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur.
Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) leikari er með 1,8 milljónir króna á mánuði en Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi, er með svipaðar tekjur eða 1,8 milljónir króna. Samkvæmt tekjublaði DV er Óskar meðal fjölmiðlafólks en þar eru tekjur hans aðeins hærri. Tekið skal fram að um tekjur, ekki laun, er að ræða. 

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar segir: Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er með 5,7 milljónir í tekjur á mánuði og starfsbróðir hans, Haraldur Johannessen, er með 4,4 milljónir króna. Björn Ingi Hrafnsson er samkvæmt Frjálsri verslun með 2,5 milljónir á mánuði.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar er Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, með 248 þúsund á mánuði, Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans og annar umsjónarmanna Silfursins á RÚV, með 304 þúsund. Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, er með 532 þúsund á mánuði samkvæmt Frjálsri verslun.

Erpur Eyvindarson tónlistarmaður er með 181 þúsund á mánuði og Ragnheiður Gröndal tólistarmaður er með 182 þúsund. Víkingur Heiðar Ólafsson tónlistarmaður er með 187 þúsund á mánuði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK