Greiða 55,4 milljarða í sekt

Ástralski samveldisbankinn, Commonwealth Bank (CBA), hefur gert samkomulag um að greiða 530 milljónir Bandaríkjadala, 55,4 milljarða króna, í sekt fyrir að hafa brotið lög sem gilda um fjármálastarfsemi. Brotin felast í peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Sektin er sú hæsta sem ástralskt fyrirtæki hefur verið gert að greiða. 

Samkomulagið þarf að hljóta náð fyrir augum dómstóla áður en það tekur gildi en unnið hefur verið að gerð samkomulagsins milli bankans og Fjármálaeftirlitsins (AUSTRAC) í töluverðan tíma. 

CBA viðurkenndi í fyrra að hafa ekki staðið sig sem skyldi við að tilkynna um óeðlilegar millifærslur en bar fyrir sig kerfisvillu. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir