Átta bætast við eigendahóp Deloitte

Nýju eigendur Deloitte.
Nýju eigendur Deloitte.

Síðustu mánaðamót voru átta nýir liðsmenn teknir inn í eigendahóp Deloitte, sem nú samanstendur af 39 eigendum á öllum fagsviðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Nýju eigendurnir eru:

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Guðbjörg Þorsteinsdóttir.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Guðbjörg starfar á skatta- og lögfræðisviði Deloitte og hefur yfir 10 ára reynslu á sviði skattaréttar og félagaréttar. Guðbjörg er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2012. Innan skatta- og lögfræðisviðs sinnir Guðbjörg helst ráðgjöf og verkefnum á sviði innlends- og erlends skattaréttar, kaup-, sölu- og endurskipulagningu fyrirtækja og gerð áreiðanleikakannana. Þá hefur Guðbjörg unnið í verkefnum hjá Forensic & Dispute Services-teymi Deloitte í London og Deloitte í Genf.

Davíð Stefán Guðmundsson

Davíð Stefán Guðmundsson.
Davíð Stefán Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Davíð Stefán hóf störf hjá Deloitte haustið 2016 þegar starfsemi Talenta rann inn í Deloitte. Á árunum 2014-2016 var Davíð framkvæmdastjóri Talenta, en sérhæfing þess fólst í alhliða ráðgjöf við þróun og rekstur á SAP-hugbúnaði. Sú þjónustulína er nú orðin hluti af þjónustuframboði Deloitte. Davíð verður einn meðeigenda innan tækniráðgjafar Deloitte Consulting-sviðsins. Davíð starfaði hjá Símanum frá árinu 2008-2014 sem sérfræðingur í viðskiptaþróun og erlendum mörkuðum og kom að mörgum rekstrarlegum skipulagsbreytingum innan Símasamstæðunnar með áherslu á rekstrarhagræðingu og einföldun á upplýsingatæknirekstri.

Páll Daði Ásgeirsson

Páll Daði Ásgeirsson.
Páll Daði Ásgeirsson. Ljósmynd/Aðsend

Páll Daði hóf störf á endurskoðunarsviði Deloitte árið 2006 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2012. Páll er með M.Sc.-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Innan endurskoðunarsviðs sinnir Páll einkum stórum og alþjóðlegum fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum. Þá hefur Páll sérhæft sig í innra eftirliti fyrirtækja m.a. þeirra sem heyra undir Sarbanes-Oxley-löggjöfina fyrir skráð félög á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Harpa Þorláksdóttir

Harpa Þorláksdóttir.
Harpa Þorláksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Harpa er mannauðsstjóri Deloitte og yfirmaður þjónustudeildar. Harpa gekk til liðs við Deloitte árið 2009 sem forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla. Áður en hún réðst til starfa hjá Deloitte starfaði hún sem forstöðumaður samskiptasviðs hjá Atorku, sölu- og markaðsstjóri Þyrpingar og forstöðumaður markaðsdeildar hjá Eimskip. Harpa er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.-gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Jón Eyfjörð Friðriksson

Jón Eyfjörð Friðriksson.
Jón Eyfjörð Friðriksson. Ljósmynd/Aðsend

Jón Eyfjörð hóf störf hjá Deloitte haustið 2016 þegar starfsemi Staka-automation rann inn í Deloitte. Jón starfaði hjá sem framkvæmdastjóri hjá Staka frá stofnun félagsins árið 2008. Kjarnastarfsemi Staka fólst í sérhæfðri hugbúnaðargerð, samtengingu og vinnslu gagna auk hönnunar- og viðhalds framleiðslu- og iðnstýringarkerfa. Sú þjónustulína er nú orðin hluti af þjónustuframboði Deloitte. Jón verður einn meðeigenda innan tækniráðgjafar Deloitte Consulting-sviðsins. Áður en Jón hóf störf hjá Staka hafði hann m.a. starfað hjá SKÝRR (nú Advania), Símanum og Anza.

Árni Þór Vilhelmsson

Árni Þór Vilhjelmsson.
Árni Þór Vilhjelmsson. Ljósmynd/Aðsend

Árni Þór starfar á endurskoðunarsviði Deloitte en hann hóf störf hjá félaginu árið 2005. Árni hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2012, en Árni er með M.Sc.-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Innan endurskoðunarsviðs sinnir Árni einkum verkefnum á sviði endurskoðunar, reikningshalds og skattaráðgjafar fyrir fjölmarga viðskiptavini Deloitte í öllum helstu atvinnugreinum.

Runólfur Þór Sanders

Runólfur Þór Sanders.
Runólfur Þór Sanders. Ljósmynd/Aðsend

Runólfur starfar hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte þar sem hann sérhæfir sig í kaupum og sölu fyrirtækja, sem og fjármögnun og endurskipulagningu fyrirtækja. Fjármálaráðgjöf Deloitte hefur aukið umsvif sín verulega á undanförnum misserum og er Runólfur þriðji meðeigandi sviðsins. Runólfur er með M.Sc.- gráðu í fjármálum fyrirtækja og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Runólfur hefur starfað hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte frá árinu 2010.

Pétur Hansson

Pétur Hansson.
Pétur Hansson. Ljósmynd/Aðsend

Pétur hóf störf á endurskoðunarsviði Deloitte árið 2006 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Pétur er með M.Acc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Pétur hefur viðamikla reynslu í endurskoðun og reikningsskilum fyrir stór sem lítil fyrirtæki. Þá vann Pétur á árunum 2011 til 2013 hjá Deloitte í Kaupmannahöfn við endurskoðun danskra og alþjóðlegra fyrirtækja. Pétur hefur einnig kennt endurskoðun við Háskóla Reykjavíkur síðan 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK