Telja fimm umsækjendur hæfasta

Arnór Sighvatsson (t.v.) og Már Guðmundsson.
Arnór Sighvatsson (t.v.) og Már Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að leggja mat á hæfni þeirra einstaklinga sem sóttu um starf aðstoðarseðlabankastjóra hefur sent frá sér álit sitt. Þar kemur fram að nefndin telur fimm umsækjendur af þeim ellefu sem valið stendur um, hæfasta til að gegna embættinu, þrjá umsækjendur metur nefndin vel hæfa og þrjá umsækjendur hæfa.

Var nefndinni uppálagt að raða umsækjendum í fjóra flokka eftir því sem við ætti, allt frá því að þeir teldust mjög vel hæfir, vel hæfir, hæfir og til þess að teljast ekki hæfir. Enginn umsækjendanna fyllti síðasta flokkinn en áður en að umsagnarferlinu kom var ljóst að einn umsækjandi uppfyllti ekki almenn hæfisskilyrði.

Umsækjendurnir fimm sem komust í flokkinn „mjög vel hæfir“ eru þau dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka Íslands, Guðrún Johnsen, lektor og doktorsnemi í hagfræði, Jón Þorvarður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta við SÍ, Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs SÍ, og Þorsteinn Þorgeirsson, ráðgjafi seðlabankastjóra.

Umsækjendurnir tveir sem hæfnisnefndin taldi vel hæfa á eftir hinum fimm mjög vel hæfu eru þeir dr. Tryggvi Guðmundsson, hagfræðingur sem starfar sem fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í London, og Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur og fyrrum alþingismaður.

Í þriðja flokknum og hæfa telur nefndin vera þá Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing Viðskiptaráðs Íslands, dr. Lúðvík Elíasson, starfsmann Seðlabanka Íslands, dr. Ólaf Margeirsson, sérfræðing hjá Zurich Insurance, og Stefán Hjalta Garðarsson, reikniverkfræðing og frumkvöðul.

Í hæfnisnefndinni sitja:

Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík sem er formaður hennar. Hann er skipaður í nefndina af forsætisráðherra án tilnefningar. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs SÍ sem skipuð er samkvæmt tilnefningu bankaráðsins, og Eyjólfur Guðmundssson, rektor Háskólans á Akureyri, sem skipaður er samkvæmt tilnefiningu samstarfsnefndar háskólastigsins.

Skipað verður í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí næstkomandi. Þá rennur út síðara skipunartímabil Arnórs Sighvatssonar, sem náð hefur hámarkstíma þeim sem sitja má í embættinu lögum samkvæmt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK