23% gistinátta í Reykjavík á Airbnb

Erlendir ferðamenn gefa Reykjavík góða einkunn.
Erlendir ferðamenn gefa Reykjavík góða einkunn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Reynsla erlendra ferðmanna af Reykjavík árið 2017 var mjög jákvæð, en ánægjan var þó minni að sumarlagi en áður. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði fyrir Höfuðborgarstofu.

Nú töldu 85% sumargesta og 91,5% gesta utan sumartíma hana hafa verið frábæra eða góða. Einungis 1% sumargesta töldu hana slæma en 14% sumargesta og 8% gesta utan sumars töldu upplifunina sæmilega.

Þegar spurt var um afþreyingu fólks í Reykjavík og skipulagðar dagsferðir frá höfuðborginni sögðust flestir hafa farið á veitingahús í Reykjavík árið 2017, eða 77% að jafnaði, en 59% verslað. 35% aðspurðra sögðust hafa farið í dagsferð frá Reykjavík og fengu slíkar ferðir hæstu meðaleinkunn.

Áætlað er að 44,5% erlendra gistinátta á Íslandi árið 2017 hafi verið í Reykjavík; 56% gistinátta utan sumars og 31,5% yfir sumarmánuðina þrjá. Flestar erlendar gistinætur voru á hótelum eða 42,9% en 22,9% á Airbnb.

Af sjö stöðum sem spurt var um hvort fólk hefði skoðað í Reykjavík árið 2017 fóru flestir um hafnarsvæðið, eða 70%, 68% fóru um Laugaveginn og að Hallgrímskirkju, 435 í Hörpu, 36% í Ráðhúsið og 17% í Perluna. Fæstir lögðu leið sína í Laugardalinn, eða 12%.

Samkvæmt því má lauslega áæta að árið 2017 hafi um 1.420 þúsund erlendir ferðamenn farið eitthvað um hafnarsvæðið, 1.380 þúsund farið um Laugaveginn, um 1.360 þúsund skoðað Hallgrímskirkju,  980 þúsund farið í Hörpu, 720 þúsund í Ráðhúsið, 240 þúsund í Perluna og 140 þúsund farið í Laugardalinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK