Arnór þakkaði fyrir samstarfið

Arnór Sighvatsson, til vinstri, og Már Guðmundsson.
Arnór Sighvatsson, til vinstri, og Már Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og meðlimur í peningastefnunefnd, þakkaði fyrir samstarfið á vettvangi Seðlabankans á fundi þeirra Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, vegna vaxtaákvörðunar og yfirlýsingar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun. Fundurinn var sá síðasti af þessum toga sem Arnór situr.

Arnór var skipaður í starf aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára af fjármála- og efnahagsráðherra í júlí 2013 og er sá tími senn á enda. Arnór Sighvatsson var fyrst settur í starf aðstoðarseðlabankastjóra 27. febrúar 2009 til bráðabirgða og svo skipaður til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009. 

„Ég vil þakka mönnum fyrir ánægjulegt samstarf á þessum vettvangi eins og öðrum,“ sagði Arnór á fundinum í morgun. Arnór lauk doktorsprófi í hagfræði frá Northern Illinois University árið 1990. Hann hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 1990, var aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs frá árinu 2004 og settur aðstoðarseðlabankastjóri í febrúar árið 2009.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir