Tekist á um formsatriði

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.

Tekist var á um formsatriði við fyrirtöku í máli Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sameinað sílikon ehf. höfðaði mál á hendur Magnúsi Ólafi þar sem hann er krafinn um hálfan milljarð fyrir meint auðgunarbrot og skjalafals.

Magnús hefur verið töluvert í fjölmiðlum undanfarið. Í febrúar var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr­ir hraðakst­ur á Tesla-bif­reið sinni á Reykja­nes­braut í des­em­ber 2016 og fyr­ir að hafa valdið um­ferðarslysi.

Þá lögðu líf­eyr­is­sjóðirn­ir fimm sem komu að fjár­mögn­un kís­il­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík fram kæru til héraðssak­sókn­ara í mars sl. og óskuðu eftir því að embættið taki til lög­reglu­rann­sókn­ar nokk­ur al­var­leg til­vik sem grun­ur leik­ur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magnús­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK