Væntingar ekki minni í áratug

Mestur skortur er á starfsfólki í byggingariðnaði og verslun.
Mestur skortur er á starfsfólki í byggingariðnaði og verslun. mbl.is/Golli

Töluvert færri fyrirtækjastjórnendur en áður telja aðstæður vera góðar í atvinnulífinu og væntingar til næstu sex mánaða eru minni en mælst hefur undanfarinn áratug. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands.

Samkvæmt könnuninni telja 40% stjórnenda að aðstæður í atvinnulífinu versni á næstu sex mánuðum og aðeins 7% telja að þær batni. Væntingar stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu eftir hálft ár eru minni en þær hafa verið frá upphafi þessara mælinga í miðju fjármálahruninu fyrir tæpum 10 árum.

Vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta núverandi aðstæður góðar og slæmar, hefur ekki verið lægri síðan árið 2014. Telja nú 60% stjórnenda aðstæður í atvinnulífinu góðar og 12% telja þær slæmar. Innan við helmingur stjórnenda fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni telur aðstæður góðar, en það á við um tvo þriðju hluta annarra stjórnenda. Einungis 27% stjórnenda telja sig búa við skort á starfsfólki nú, samanborið við 42% fyrir ári. Skortur á starfsfólki er minni í útflutningsgreinum og ferðaþjónustu en öðrum greinum, en mestur skortur á starfsfólki er í byggingariðnaði og verslun. Búast má við fjölgun starfsmanna hjá fjórðungi fyrirtækjanna á næstu sex mánuðum en fækkun hjá 16% þeirra.

Að meðaltali vænta stjórnendur 3,0% verðbólgu næsta árið, sem er nokkuð yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK