Frumútboði Arion banka lokið

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

Frumútboði Arion banka er lokið. Vísað er til tilkynningar um útgáfu lýsingar og opnunar tilboðsbóka í frumútboði 31. maí og  þriggja tilkynninga um uppbyggingu tilboðsbókar sem birtar voru 13. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Tilkynning um endanlegt útboðsverð og fjölda hluta í útboðinu verður gefin út á morgun, 15. júní, og verða niðurstöður úthlutunar sendar fjárfestum þann dag, eins og kemur fram í Expected Timetable of Principal Events í lýsingunni sem var birt 31. maí.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir