Lækkanir í Evrópu vegna lágra stýrivaxta

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu.
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. AFP

Evran og hlutabréf á Evrusvæðinu hafa lækkað í verði í dag eftir að Seðlabanki Evrópu tilkynnti um að stýrivöxtum yrði haldið lágum áfram, að minnsta kosti inn í sumarið 2019.

Seðlabankinn lækkaði sömuleiðis hagvaxtarspár fyrir 2018 niður í 2,1 prósent úr 2,4 prósentum og vísaði þar til stirðari alþjóðaviðskipta og verndartolla.

Spá Seðlabankans fyrir 2019 og 2020 er óbreytt en bankinn spáir 1,9 prósenta vexti árið 2019 og 1,7 prósenta vexti árið 2020.

Þá spáir bankinn 1,7 prósenta verðbólgu á árinu, en í fyrri spá var gert ráð fyrir að verðbólga yrði 1,4 prósent á árinu. Mario Draghi seðlabankastjóri sagði það fyrst og fremst olíuverð sem hefði þessi áhrif á verðbólguspá.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir