Matarsóun leyst með appi

Veitingastöðum á Íslandi býðst nú ný og sjálfbær lausn.
Veitingastöðum á Íslandi býðst nú ný og sjálfbær lausn.

Finnska smáforritið (appið) ResQ verður aðgengilegt hér á landi á næstu vikum. Appið gerir veitingastöðum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum mat sem afgangs var þann daginn og minnka þar með matarsóun sína í leiðinni.

Virkni forritsins felst í því að veitingastaðurinn færir upplýsingarnar inn í appið og fær notandinn tilkynningu um hvað honum býðst þann daginn, á hálfvirði.

Nýsköpunarfyrirtækið ResQ var stofnað í Helsinki árið 2016 og er nú í samstarfi við um 2.000 veitingastaði í Evrópu, en notendur eru orðnir 300 þúsund. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Jaakko Levola, markaðsstjóri fyrirtækisins,  matarsóun raunverulegt vandamál sem æ fleiri kveiki á.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir