Mistök við birtingu auglýsingar um hlutafjárútboð

Mistök voru gerð við birtingu auglýsingar frá Arion banka sem birtist í Morgunblaðinu í dag í tengslum við hlutafjárútboð bankans. Í auglýsingunni stóð að almenna útboðið myndi enda í dag, en hið rétta er að því lauk í gær, á þeim degi sem auglýsingin átti að birtast.

Samkvæmt tilkynningu frá birtingarhúsi Hvíta hússins er beðist afsökunar á þessum mistökum. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Alvarleg mistök urðu við bókun birtingar á auglýsingu um útboð Arion banka þegar auglýsing sem birtast átti í Morgunblaðinu 13. júní var birt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, 14. júní. Við biðjum Arion banka og lesendur blaðsins afsökunar á þessum mistökum.“

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir