Tekjuafkoman jákvæð um 9,6 milljarða

Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 9,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2018 miðað við áætlaðar tölur Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Til samanburðar var afkoman jákvæð um 8,4 milljarða á sama tíma á síðasta ári.

„Heildartekjur hins opinbera jukust um 5,3% milli 1. ársfjórðungs 2017 og 2018 á sama tíma og heildargjöld jukust um 5,0%. Tekjuafgangurinn nam 1,5% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 3,5% af tekjum hins opinbera,“ segir enn fremur.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir