Verra veður hefur mikil áhrif á sölu

Veðrið það sem af er sumri hefur nú þegar haft …
Veðrið það sem af er sumri hefur nú þegar haft töluverð áhrif á sölu fjölda fyrirtækja hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Svo virðist sem veðrið það sem af er sumri hafi nú þegar haft veruleg áhrif á fyrirtæki þar sem stór hluti tekjulindar er á sumrin.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við nokkur fyrirtæki þar sem salan fer að mestu fram á sumrin. Flest staðfestu þau að salan hefði dregist talsvert saman samanborið við sömu mánuði í fyrra.

„Þetta hefur verið þungt hjá okkur þessar fyrstu vikur sumarsins og talsvert verra en síðustu ár,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjörís, um sölu á ís það sem af er sumri. Staðan hjá samkeppnisaðila Kjörís, Emmessís, virðist þó örlítið betri, en skv. upplýsingum frá Gyðu Johansen, markaðsstjóra Emmessís, er sala það sem af er sumri í samræmi við áætlanir fyrirtækisins.

„Þetta hefur þau áhrif að við munum ekki klára öll þau verkefni sem við höfðum áætlað að klára,“ segir Stefán Örn Kristjánsson, eigandi málarafyrirtækisins 250 lita, um veðrið það sem af er sumri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK