Búast má við „stökki í neyslu“

Fjöldi Íslendinga er nú kominn til Moskvu þar sem Ísland …
Fjöldi Íslendinga er nú kominn til Moskvu þar sem Ísland leikur fyrsta leik sinn á HM á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við því að einkaneysla landsmanna aukist umtalsvert næstu vikurnar í tengslum við HM í Rússlandi.

Sú varð raunin fyrir tveimur árum þegar Ísland var meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi og ekkert bendir til annars en að hið sama verði upp á teningnum nú. Gengi Íslands og veðrið ræður því svo væntanlega hversu mikil aukningin verður.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að viðburðir á borð við Eurovision og stórmót í fótbolta hvetji gjarnan til aukinnar neyslu. HM komi á góðum tíma fyrir marga. „Þetta mót kemur ofan í þann tíma sem einkaneysla hefur aukist töluvert. Hún er helsti drifkraftur hagvaxtar á Íslandi. Við höfum meira á milli handanna nú en áður og líklegt er að margir nýti þetta svigrúm í kringum HM,“ segir hann.

Sjá umfjöllun um þetta mál í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK