Öll kjötvara uppseld hjá Víði

Frá rýmingarsölu Víðis í Garðabænum í gær.
Frá rýmingarsölu Víðis í Garðabænum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öll kjötvara seldist upp í rýmingarsölu þrotabús Víðis en skiptastjóri ákvað að selja allar vörur þrotabúsins á hálfvirði. Rýmingarsalan hófst í gær í Víðisversluninni í Garðabæ og frá hádegi í dag bæði í Skeifunni og Garðabæ.

Víðir var úrskurðaður gjaldþrota á miðvikudag en verslununum var óvænt lokað á fimmtudaginn í síðustu viku. 

Að sögn Valtýs Sigurðssonar skiptastjóra gekk rýmingarsalan mjög vel en talsvert mæddi á starfsfólki sem stóð sig frábærlega, segir hann. „Öll kjötvara er búin en mikið er eftir af alls kyns varningi enda stór lager,“ segir Valtýr.

Síðar í dag verður tekin ákvörðun um hvort Garðatorg verður opið á morgun, laugardag, þar sem mikið er uppurið af vörum og lítill tími til að endurnýja.

„Það verður hins vegar alveg örugglega opið í Skeifunni á laugardaginn,“ segir Valtýr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK