Tvær stöðvar fyrir vetnisbíla opnaðar

Frá vígslu stöðvarinnar í Reykjanesbæ.
Frá vígslu stöðvarinnar í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Aðsend

Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar í dag. Önnur stöðin er staðsett að Vesturlandsvegi í Reykjavík og hin að Fitjum í Reykjanesbæ. 

Þriðja stöðin verður opnuð um næstu áramót, að því er segir í tilkynningu. 

„Vetnisnotkun og -framleiðsla er lykill að sjálfbærni Íslands í orkumálum. Vetnið er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota Íslendinga samhliða rafbílavæðingu,“ kemur einnig fram í tilkynningunni.

Opnun vetnisstöðvanna á Íslandi er þáttur í verkefni á vegum Evrópusambandsins er nefnist H2ME-2.

Vetnisstöðin í Reykjavík var vígð af framkvæmdastjóra Íslenska vetnisfélagsins, Ingunni Agnesi Kro, sem hefur verkefnastýrt byggingu vetnisstöðvanna fyrir Orkuna, auk móður hennar og dóttur.

Móðir Ingunnar, Valgerður Sverrisdóttir, vígði þá vetnisstöð sem stóð á sama stað fyrir 17 árum síðan og var þá fyrsta vetnisstöðin í heiminum sem var aðgengileg almenningi, samkvæmt tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK