Eftirlaunaþegar skora á bankastjóra

mbl.is/Eggert

Hópur eftirlaunaþega Lífeyrissjóðs bankamanna ætlar að mæta í afgreiðslu Landsbankans í Austurstræti um ellefuleytið á morgun með áskorun til bankastjórnar. 

Í tilkynningu frá hópnum segir að áskorunin feli í sér að bankinn ásamt öðrum aðildarfélögum sjóðsins gangi til samninga við stjórn lífeyrissjóðsins um að bæta forsendubrest sem „leitt hefur til skerðingar lífeyris sjóðfélaga Hlutfallsdeildar um nálægt 10% í stað þess að drepa mállinu á dreif með áralangri baráttu fyrir dómstólum.

Segir í tilkynningunni að lífeyrisgreiðslur hafi verið skertar um 10% í ársbyrjun 2015 þrátt fyrir að sjóðurinn hafi verið rekinn í gegnum árin með ávöxtun umfram þau 3,5% sem reiknað er með að þurfi til að halda greiðsluhæfni. 

Jafnframt segir að 70% sjóðsfélaga séu konur sem hafa starfað mestan sinn starfsaldur hjá bankanum og séu meðallaun 170 þúsund krónur á mánuði. Þess vegna sé áskorunin afhent á degi kvenréttinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK