Alþjóðlegur banki að kaupa Beringer

Beringer Finance er með starfstöð í turninum á Höfðatorgi.
Beringer Finance er með starfstöð í turninum á Höfðatorgi. mbl.is/Styrmir Kári

Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance mun sameinast stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka á næstunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Tilkynnt verður formlega um þetta á næstunni en starfsfólki fyrirtækisins mun hafa verið greint frá væntanlegri yfirtöku í gær.

Aðalsteinn Jóhannsson er stjórnarformaður Beringer og stærsti hluthafi bankans og herma heimildir að Aðalsteinn muni taka sæti í framkvæmdastjórn yfirtökubankans og leiða alþjóðlegt samruna- og yfirtökuteymi þess.

Auk Aðalsteins, sem á um 60% hlut í Beringer, eru eigendur bankans hinn norski Erik Must með um 30% hlut auk starfsmanna og annarra minni hluthafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK