Svavar hættir sem framkvæmdastjóri hjá HB Granda

Svavar Svavarsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá HB Granda, mun hætta störfum vegna aldurs fyrir árslok. Torfi Þ. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri botnfisksviðs mun taka við hans starfi 1. október næstkomandi og Inga Jóna Friðgeirsdóttir mun taka við framkvæmdastjórn botnfisksviðs frá sama tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar. 

Inga Jóna hefur gengt starfi forstöðumanns fiskþurrkunar HB Granda frá því að Laugafiskur ehf. sameinaðist HB Granda síðari hluta árs 2013. Frá árinu 2004 starfaði Inga Jóna sem framkvæmdastjóri Laugafisks og jafnframt sem framkvæmdastjóri hjá Brimi frá 2007-2013.

Inga Jóna er með diplóma af meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist með B.Sc gráðu í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniskólanum árið 1998 en hafði áður lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK