Guðmundur tekur við af Vilhjálmi sem forstjóri

mbl.is/Kristinn Magnússon

Meirihluti stjórnar HB Granda hf. ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson forstjóra um starfslok hans hjá félaginu en hann hefur setið í forstjórastólnum frá árinu 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda til Kauphallarinnar.

Á sama fundi ákvað stjórn að ráða Guðmund Kristjánsson, núverandi stjórnarformann félagsins, sem forstjóra. Í kjölfarið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gústafsson kjörinn nýr stjórnarformaður. 

Greint var frá því í apríl að Guðmund­ur hefði keypt 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teits­syni. Í lög­um um verðbréfaviðskipti er kveðið á um yf­ir­töku­skyldu hafi hlut­hafi eign­ast yfir 30% eign­ar­hlut í fyr­ir­tæki á hluta­bréfa­markaði og hefur Guðmundur þegar gert öðrum hluthöfum tilboð. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK