Tvö ný í framkvæmdastjórn Marel

Einar Einarsson og Ulrika Lindberg.
Einar Einarsson og Ulrika Lindberg. Ljósmynd/Aðsend

Marel hefur tilkynnt um breytingu á skipulagi félagsins þar sem viðskipta- og sölusviði er skipt í tvö ný svið; þjónustu og alþjóðamarkaði. Nýir framkvæmdastjórar taka sæti í framkvæmdastjórn, Ulrika Lindberg sem framkvæmdastjóri þjónustu og Einar Einarsson sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða. Þau munu heyra undir Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel. 

Ulrika Lindberg er 50 ára og hefur yfir 20 ára reynslu í alþjóðlegri þjónustu en hún hefur áður gegnt lykilhlutverkum í alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Alfa Laval og Tetra Pak. Í fyrra starfi sínu sem yfirmaður alþjóðlegrar þjónustu hjá Alfa Laval byggði Ulrika með góðum árangri upp nýtt svið með það að markmiði að auka þjónustutekjur og bæta þjónustustaðla í alþjóðlegu þjónustuneti fyrirtækisins. Ulrika tekur formlega til starfa hjá Marel þann 15. september nk.

Einar Einarsson er 50 ára og hefur yfir 15 ára reynslu í forystu fyrir sölu- og þjónustustarfsemi Marel í Norður Ameríku. Einar tók við sem framkvæmdastjóri Marel Inc. í Bandaríkjunum árið 2003 og sinnti þar áður öðrum störfum hjá Marel, meðal annars sem söluhönnuður, sölustjóri, og vörustjóri. Einar tekur við sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða frá og með deginum í dag. Samhliða því mun hann áfram sinna hlutverki framkvæmdastjóra Marel Inc. í Bandaríkjunum þar til eftirmaður hans í því starfi tekur við.

Þá lætur Pétur Guðjónsson af störfum framkvæmdastjóra viðskipta- og sölusviðs og tekur við nýju hlutverki hjá Marel utan framkvæmdastjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK