Fjórir lífeyrissjóðir með tæplega 60% af eignunum

Eignir lífeyriskerfisins voru um 4.114 milljarðar króna í árslok 2017, en það er um 161% af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna við árslok 2017.

Hlutfallið er með því hæsta innan OECD-landanna, en aðeins Danmörk og Holland eru með hærra hlutfall lífeyrissparnaðar.

Á síðasta ári voru 24 lífeyrissjóðir starfandi hér á landi en fjórir stærstu sjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta, hafa í vörslu sinni nærri 60% af lífeyrissparnaði samtrygginar og séreignar.

Nánari umfjöllun um lífeyriskerfið má finna á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK