Sagðir hafa hagnast um 61 milljón

Hinir ákærðu eru grunaðir um að hafa notað innherjaupplýsingar til …
Hinir ákærðu eru grunaðir um að hafa notað innherjaupplýsingar til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í Icelandair. mbl.is/Eggert

Þrír karlmenn á fimmtugsaldri sem hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti og til upptöku ávinnings eru taldir hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast þannig um ríflega 61 milljón króna.

Í ákæru héraðssaksóknara kemur meðal annars fram að einn hinna ákærðu hafði stöðu fruminnherja hjá félagi Icelandair og á að hafa miðlað upplýsingum til hinna tveggja sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér upplýsingarnar til að hagnast á verðbréfaviðskiptum í félaginu. Hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu október 2015 til febrúar 2017.

Viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins Fastreks, áður VIP Travel, sem einnig er ákært í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fatsreks og er í málinu gefið að sök að hafa nýtt félag sitt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair og selja svo skömmu eftir að þriðja árfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þá er mönnunum gefið að sök að hafa keypt sölurétt í félaginu sumarið 2016 sem og í byrjun árs 2017. Þá eiga mennirnir að hafa veðjað á að verð á hlutunum myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar 2017.

Málið verður þingfest 28. júní en héraðssaksóknari krefst þess að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og Fastreks verði gerðir upptækir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK