Sala Bautans á lokametrunum

Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri
Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri mbl.is/Kristján Kristjánsson

Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri er í söluferli og er ferlið á lokastigum að sögn Guðmundar Karls Tryggvasonar, eiganda Bautans.

„Þetta er í ferli. Það kom gott tækifæri til að selja og við vorum búin að ákveða að verða ekki hundgömul í þessu og ákváðum að slá til þegar þetta bauðst. Okkur hugnaðist líka vel kaupandinn,“ segir Guðmundur Karl, en hann hefur rekið Bautann með eiginkonu sinni Helgu Árnadóttur.

Spurður hvort fyrirhugaðar séu miklar breytingar á staðnum vísar Guðmundur Karl á Einar Geirsson, kaupanda og eiganda veitingastaðarins Rub23. „Ég efast samt ekki um að einhver ferskleiki fylgi nýjum eigendum,“ segir Guðmundur Karl, en Einar vildi ekki tjá sig um kaupin í umfjöllun um söluna í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir