Einn lífeyrissjóður seldi

Tíundi stærsti lífeyrissjóður landsins, Festa lífeyrissjóður, sem varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyrissjóðs Vesturlands árið 2006, seldi hlut sinn í HB Granda nú nýlega á genginu 34,3 krónur á hlut, eftir að Brim hf. gerði yfirtökutilboð til hluthafa HB Granda í kjölfar kaupa Brims hf. á 34,1% hlut í félaginu af Vogun og Venusi í apríl sl.

Framkvæmdastjóri Festu, Gylfi Jónasson, staðfestir þetta í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að Festa hafi átt um 1,28% hlut í HB Granda.

„Við töldum yfirtökutilboðið hagstætt, og höfðum jafnframt áhyggjur af þrengra eignarhaldi í kjölfar yfirtökutilboðs,“ segir Gylfi.

Miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa HB Granda hefur Festa verið 13. stærsti hluthafi félagsins þegar salan átti sér stað. Hlutur sjóðsins í félaginu var bókfærður á 814 milljónir króna í ársreikningi 2017.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK