Þolinmæði viðskiptalífsins á þrotum

Landbúnaður í Bretlandi byggir að töluverðu leyti á farandverkamönnum frá …
Landbúnaður í Bretlandi byggir að töluverðu leyti á farandverkamönnum frá ríkjum annars staðar í Evrópu en ekki er vitað hvað verður um frjálst flæði vinnuafls í kjölfar Brexit. AFP

Þolinmæði viðskiptalífsins í Bretlandi er á þrotum vegna þess hve hægt miðar í Brexit-viðræðum stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði Bretlands, British Chambers of Commerce (BCC), en alls eru þúsundir fyrirtækja innan ráðsins. 

BCC hvetur stjórnmálamenn til þess að hætta þjarki og snúa sér að því sem skipti máli. Svo sem sköttum, tollum, vörugjöldum og reglugerðum sem munu taka gildi í kjölfar Brexit. 

AFP

Á föstudag ætlar Theresa May forsætisráðherra að funda með ríkisstjórn sinni í Chequers en tilgangurinn er að lægja öldurnar og sætta ólík sjónarhorn innan ríkisstjórnarinnar um framhaldið. Níu mánuðir eru þangað til Bretland yfirgefur Evrópusambandið, 29. mars 2019.

Framkvæmdastjóri BCC, Adam Marshall, segir að stjórnendur fyrirtækja í Bretlandi hafi beðið þolinmóðir í tvö ár án þess að nokkuð hafi miðað en nú sé þolinmæðin á þrotum. 

Hann segir að viðskiptalífið hafi allan rétt á að segja skoðun sína þegar hagnýtar spurningar brenni á stjórnendum sem varða rekstur fyrirtækja þeirra og er enn ósvarað tveimur árum síðar. Um sé að ræða málefni sem varða milljónir íbúa Bretlands. „Nú þegar tæplega níu mánuðir eru til stefnu áður en Brexit-dagurinn rennur upp þá erum við litlu nær varðandi spurningar og svör sem brenna á viðskiptalífinu en við vorum daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.“

Undanfarið hafa stór evrópsk fyrirtæki eins og Airbus, BMW og Siemens varað við því að Brexit geti þýtt að þau fari með starfsemi sína frá Bretlandi. Það myndi þýða að tugir þúsunda Breta missi vinnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK