Gróði af viðburðum

Þjóðhátíð og fótbolti eru vinsæl.
Þjóðhátíð og fótbolti eru vinsæl. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nálægt sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur verða eftir ár hvert í Vestmannaeyjum í gegnum árlega viðburði íþróttafélagsins ÍBV.

„Þarna er ég reyndar bara að tala um þessi tvö stóru fótboltamót, Orkumótið og Pæjumótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höldum við svo árlega tvö handboltamót og þrettándagleði, sem einnig skila tekjum í bæinn og til okkar,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV.

Hún segir að um góðar tekjulindir sé að ræða en þó sé rekstur íþróttafélaga samt sem áður alltaf „barningur“. „Þetta gengur upp með ómældri vinnu sjálfboðaliða. Fólk hér gerir sér grein fyrir mikilvægi þessara viðburða fyrir samfélagið,“ segir Dóra Björk í umfjöllun um mál þetta í  ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK