Ráðning Guðmundar vekur athygli SE

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Samkeppnislögin gera kröfur um sjálfstæði milli keppinauta. Þessar breytingar á undanförnum dögum og vikum hafa vakið athygli okkar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um stöðuna sem komin er upp innan sjávarútvegsins eftir að Guðmundur Kristjánsson var ráðinn forstjóri HB Granda á sama tíma og hann er aðaleigandi og stjórnandi annars fyrirtækis í samkeppnisrekstri við HB Granda, Brims.

„Á þessu stigi get ég ekki tjáð mig um það hvort Samkeppniseftirlitið muni hafa afskipti af þessu eða hvort það sé ástæða til nánari athugunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll Gunnar.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert

Greint var frá því í apríl að Guðmund­ur hefði keypt 34,1% eign­ar­hlut í HB Granda af Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teits­syni og stofnaðist þá til yfirtökuskyldu og Guðmundur gerði öðrum hluthöfum tilboð. 222 hluthafar tóku tilboðinu sem áttu samtals 54.880.508 hluti í HB Granda og nemur eignarhlutur Brims hf. og tengdra aðila því 37,96% í HB Granda.

Alls er aflahlutdeild Brims 3,50 prósent en þar að auki á Brim Ögurvík hvers aflahlutdeild er 1,53 prósent af aflaheimildum í landinu. Þá á Brim 32,88 prósenta hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem hefur yfir 4,44 prósent af heildarkvótanum að ráða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK