Peningaþvottur í dönskum banka

Danske Bank.
Danske Bank. mbl.is/Hjörtur

Allt bendir til þess að peningaþvættismálið sem danski bankinn Danske Bank er bendlaður við sé mun alvarlegra en í fyrstu var talið. Bankinn er sakaður um að hafa aðstoðað við að þvo 8,3 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til tæplega 890 milljarða króna, í gegnum dótturfélag í Eistlandi.

Danske Bank, sem er stærsti banki Danmerkur, var sakaður um aðild að 3,9 milljarða Bandaríkjadala peningaþvætti í danska dagblaðinu Berlingske í fyrra. Fjármunirnir eru raktir til nokkurra ríkja í Austur-Evrópu. Eftir því sem rannsóknin nær lengra því hærri verður fjárhæðin. 

Þetta grafalvarlega mál verður enn alvarlegra ef nýjustu upplýsingar reynast réttar, skrifar viðskiptaráðherra Danmerkur, Rasmus Jarlov, á Twitter og vísar þar til að rætt sé um að fjárhæðin sé enn hærri en þegar hefur komið fram.

Hann segir að þetta varpi skugga á allt fjármálakerfi landsins og segir að Fjármálaeftirlitið sé að fara yfir upplýsingar sem fyrst var fjallað um í Berlingske. Fjármálaeftirlitið í Danmörku vinnur að rannsókn málsins með stuðningi frá Fjármálaeftirliti Eistlands.
Niðurstaða endurskoðenda í vor var sú að ekki væri tilefni til saksóknar gegn bankanum. 

Stjórnendur bankans segja of snemmt að fullyrða um peningaþvættið í Eistlandi og segja málið rannsakað innanhúss sem utan.

Þeir viðurkenna að eftirliti með dótturfélaginu í Eistlandi hafi verið ábótavant og von sé á niðurstöðu innri rannsóknar, sem hófst í fyrra, í september. Þangað til sé ekki hægt að fullyrða neitt um framhaldið.

Hlutabréf í Danske Bank hafa fallið um tæp 25% undanfarið ár í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. En Danske Bank er ekki eini evrópski bankinn sem hefur verið notaður í peningaþvætti. Til að mynda er ekki langt síðan franski bankinn BNP Paribas blandaðist í slíkt hneykslismál sem og þýski bankinn Deutsche Bank.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK