Bréfin lækkuðu um 24,65 prósent

Bréf í Icelandair lækkuðu um fjórðung í dag.
Bréf í Icelandair lækkuðu um fjórðung í dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Bréf í Icelandair lækkuðu um 24,65 prósent í dag. Lokagengi bréfanna var 9,57 og var velta viðskipta með bréfin 600 milljónir króna.

Alls var veltan á hlutabréfamarkaði 1.654 milljónir króna í dag og var dagurinn heilt yfir rauður. Næstmest lækkuðu bréf í N1 um 2,74 prósent í 128 milljóna króna viðkisptum. Sjóvá lækkaði um 2,55 prósent í 95 milljóna króna viðskiptum.

TM hækkaði um 0,73 prósent í 35 milljóna króna viðskiptum og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,72 prósent.

Lækkun á bréfum Icelandair fylgdi í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar sem birt var í gærkvöldi. Þar var afkomuspá ársins lækkuð um 30 prósent.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK