Stútkönnur í stað röra hjá Starbucks

Nýju stútkönnurnar hafa þegar verið prófaðar fyrir kalda drykki og ...
Nýju stútkönnurnar hafa þegar verið prófaðar fyrir kalda drykki og reynst vel. AFP

Kaffihúsakeðjan Starbucks stefnir að því að hætta að bjóða viðskiptavinum plaströr á öllum 28 þúsund veitingastöðum sínum fyrir árið 2020. Bætist Starbucks þar með í hóp fjölda annarra fyrirtækja sem sagt hafa skilið til sogrör úr plasti.

Í stað röranna koma endurvinnanleg lok með stút á bolla og flöskur. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með notkun lokanna á nokkrum stöðum keðjunnar í Bandaríkjunum og Kanada. 

Rannsóknir sýna að erfitt hefur reynst að endurvinna plaströr vegna þess efnis sem notað er í þau sem og vegna þess að þau eru svo mjó að þau henta ekki þeim vélum sem nýttar eru til að endurvinna plast. 

Nýju lokin eru úr  frauðplasti og eiga að henta vel til endurvinnslu, að því er Starbucks segir.

„Starbucks hefur loks dregið línu í sandinn og búið til módel sem aðrar stórar keðjur geta fylgt,“ segir Chris Milne, sem stjórnar pakkningadeild kaffihúsakeðjunnar.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir