Fox hækkar tilboð sitt í Sky

Rupert Murdoch, stjórnarformaður News Corp og 21st Century Fox, og ...
Rupert Murdoch, stjórnarformaður News Corp og 21st Century Fox, og Jerry Hall eiginkona hans. AFP

Fyrirtæki Rupert Murdoch, 21st Century Fox, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í Sky-sjónvarpsstöðina og samkvæmt því er markaðsvirði Sky 24,5 milljarðar punda.

Um er að ræða mun hærra tilboð en frá keppninautinum, Comcast, en þeirra tilboð hljóðar upp á 22 milljarða punda. Fox á fyrir 39% hlut í Sky og hefur hug á að eignast félagið að fullu. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir