Styrkja stöðuna á höfuðborgarsvæðinu

Með kaupunum hyggjast Samkaup styrkja betur stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu, …
Með kaupunum hyggjast Samkaup styrkja betur stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu, segir í tilkynningu frá forstjóra Samkaupa.

Kaup Samkaupa á fjórtán verslunum Basko eru hugsuð til að styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og til að færa verslunarkeðjuna nær íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þetta segir í tilkynningu frá Ómari Valdimarssyni, forstjóra Samkaupa.

Ekki hefur fengist gefið upp hvaða fjórtán verslanir Basko um ræðir en Basko rekur samtals 42 sölustaði undir merkjum 10-11, Iceland, Inspired By Iceland, Háskólabúðina, Kvosina, Bad Boys og Dunkin Donuts.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa.
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. Ljósmynd/Aðsend

„Kaupsamningurinn er trúnaðarmál að svo stöddu og háður ákveðnum fyrirvörum, meðal annars samþykki Samkeppniseftirlitsins. Vegna þessa getum við ekki tjáð okkur frekar um kaupin fyrr en niðurstaða Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir,“ segir Ómar í tilkynningu.

Samkaup rekur um fimmtíu verslanir á 33 stöðum víðs vegar um land og eru helstu vörumerki Samkaupa Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin. Þar starfa yfir þúsund manns.

Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Basko, vildi ekki upplýsa um hvaða fjórtán búðir félagið sé að selja Samkaupum þegar mbl.is tók hann tali fyrr í dag og vísaði á Samkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK