Eignir Björns Inga kyrrsettar

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns hafa verið kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að kröfu tollstjóra. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Í fréttinni segir að skattrannsóknarstjóri hafi haft mál Björns Inga til rannsóknar og að sú rannsókn snúi fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í á þeim tíma sem hann rak DV.

Lögmaður Björns Inga segir í samtali við Fréttablaðið að hann muni reyna að hnekkja kyrrsetningunni fyrir dómi.

Frétt Fréttablaðsins.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir